Rannsókn Vindakórsmáls lokið

Daníel Eiríksson fannst látinn utan við íbúð í Vindakór í …
Daníel Eiríksson fannst látinn utan við íbúð í Vindakór í Kópavogi í apríl á þessu ári. mbl.is/Árni Sæberg

Rann­sókn á and­láti Daní­els Ei­ríks­son­ar, sem lést í apríl á þessu ári eft­ir að hon­um voru veitt­ir áverk­ar í Vindakór í Kópa­vogi, er lokið af hálfu miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Hef­ur málið verið sent á ákæru­svið þar sem það verður yf­ir­farið af ákær­anda og í fram­hald­inu sent til héraðssak­sókn­ara til ákvörðunar um sak­sókn. Þetta kem­ur fram í svari Maríu Kára­dótt­ur, aðstoðarsak­sókn­ara á ákæru­sviði lög­reglu­embætt­is­ins.

Rúm­ensk­ur karl­maður, sem um tíma var sat í gæslu­v­arðhaldi vegna máls­ins, hef­ur sagt að um slys væri að ræða og kvaðst niður­brot­inn vegna and­láts Daní­els. Hann er einn með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu.

Maður­inn var í far­banni en fór af landi brott í júlí. Eft­ir að gef­in var út evr­ópsk hand­töku­skip­un og lög­regla náði tali af mann­in­um sneri hann aft­ur til Íslands.

Mar­geir Sveins­son, yf­ir­lög­regluþjónn rann­sókn­ar­deild­ar, sagði í sum­ar að málið tengd­ist öll­um lík­ind­um ekki skipu­lagðri glæp­a­starf­semi eða mann­dráp­inu í Rauðagerði, sem þá var til­tölu­lega ný­skeð.

Þrír karl­menn voru upp­haf­lega hand­tekn­ir vegna Vindakórs-máls­ins en tveim­ur þeirra var sleppt úr haldi stuttu síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka