Sorpa semur við Björn

Hin nýja gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi reyndist dýr. …
Hin nýja gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi reyndist dýr. Kostnaður fór 1,3 milljarða fram úr áætlun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég held að það sé best fyr­ir alla að þetta sé frá­gengið og við get­um farið að snúa okk­ur að upp­bygg­ing­unni,“ seg­ir Líf Magneu­dótt­ir, formaður stjórn­ar Sorpu, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Á fundi stjórn­ar Sorpu í síðustu viku var samþykkt að ganga til samn­inga við Björn Hall­dórs­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sorpu, á grund­velli minn­is­blaðs sem kynnt var á fund­in­um. Um­rædd sátt snýr að dóms­máli sem Björn höfðaði á hend­ur Sorpu eft­ir að hon­um var sagt upp starfi fram­kvæmda­stjóra í fe­brú­ar á síðasta ári.

Líf Magneudóttir.
Líf Magneu­dótt­ir. mbl.is/​Krist­inn Magnúsosn

Stjórn Sorpu lýsti því yfir að upp­sögn Björns ætti sér meðal ann­ars stoð í skýrslu innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar um stjórn­ar­hætti og áætlana­gerð vegna gas- og jarðgerðar­stöðvar í Álfs­nesi. Í skýrsl­unni voru gerðar al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við störf Björns hvað varðaði upp­lýs­inga­gjöf og gerð kostnaðaráætl­un­ar. Sem kunn­ugt er fór kostnaður við stöðina í Álfs­nesi langt fram úr áætl­un, eða sem nam 1,3 millj­örðum króna. Björn taldi aft­ur á móti að stjórn Sorpu viki sér und­an ábyrgð á um­rædd­um fram­kvæmd­um. Hann staðhæfði að upp­sögn­in hefði verið ólög­mæt og stjórn­in hefði beitt „sér­stak­lega meiðandi“ aðferðum við starfs­lok hans.

Eins og kom fram í Morg­un­blaðinu á þeim tíma krafði Björn Sorpu um skaðabæt­ur sem svöruðu til fimm ára launa, miska­bóta og að rétt­indi vegna náms­leyf­is yrðu gerð upp. Alls hljóðaði krafa Björns upp á ríf­lega 167 millj­ón­ir króna auk vaxta og drátt­ar­vaxta.

Björn H. Halldórsson.
Björn H. Hall­dórs­son.

Stefna Björns var þing­fest í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í júní 2020 en aðalmeðferð átti að hefjast í byrj­un þessa mánaðar. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðsins barst sátta­boð frá Sorpu tveim­ur dög­um áður en aðalmeðferð átti að hefjast.

Líf seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að sam­komu­lagið kveði á um að Björn fái greidd laun í sex mánuði til viðbót­ar við þá sex mánuði sem samn­ing­ur hans hafi kveðið á um og hann þegar fengið greidda. Auk þess verði lög­fræðikostnaður upp á 1,5 millj­ón­ir króna greidd­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert