Skotmálið fellt niður

Skotgöt á skrifstofu Samfylkingarinnar.
Skotgöt á skrifstofu Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Embætti héraðssak­sókn­ara hef­ur fellt niður mál gegn fyrr­ver­andi lög­reglu­manni sem sat í gæslu­v­arðhaldi grunaður um að hafa skotið úr byssu á bíl Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra og á skrif­stof­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Þetta herma heim­ild­ir Frétta­blaðsins. 

Ákvörðunin um að fella niður málið bygg­ir á ákvæði saka­mála­laga um að lög­regl­an geti hætt rann­sókn ef ekki þykir grund­völl­ur til að halda henni áfram.

Maður­inn er sagður hafa verið hand­tek­inn eft­ir að mynd­um úr eft­ir­lits­mynda­vél­um úr nær­liggj­andi göt­um var aflað. Hvorki þær né önn­ur sönn­un­ar­gögn voru tald­ar duga til sak­fell­ing­ar. Maður­inn hef­ur ávallt neitað sök.

Niður­fell­ing máls­ins tek­ur ekki til meintra brota manns­ins á vopna­lög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert