Þrír Íslendingar staddir í Eþíópíu

Átök milli stjórnarhers Eþíópíu og þjóðarbrots frá Tigray-héraði í norðurhluta …
Átök milli stjórnarhers Eþíópíu og þjóðarbrots frá Tigray-héraði í norðurhluta landsins hafa undið verulega upp á sig síðustu sólarhringa. AFP

Vitað er til þess að þrír Íslend­ing­ar séu stadd­ir í Eþíóp­íu, þar sem hörð átök milli stjórn­ar­hers lands­ins og upp­reisn­ar­sveita hafa blossað upp. 

Sveinn H. Guðmars­son, upp­lýs­inga­full­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, seg­ir að ekk­ert hafi enn heyrst frá Íslend­ing­un­um. Hann seg­ir að þess­ir þrír ein­stak­ling­ar starfi ekki á veg­um ís­lenskra stjórn­valda og því sé lítið vitað um veru þeirra í Eþíóp­íu eða hvar þeir eru ná­kvæm­lega niður komn­ir. 

Sveinn seg­ir jafn­framt að þeim til­mæl­um sé beint til Íslend­inga á svæðinu, sem kunna að vera í vanda stadd­ir, að hafa sam­band við borg­araþjón­ustu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins í síma +354 545-0112.

Upp­reisn­ar­her þjóðar­brots frá Tigray-héraði í norður­hluta Eþíóp­íu er tal­inn lík­leg­ur til þess að ná mögu­lega höfuðborg lands­ins, Add­is Ababa, á sitt vald á kom­andi vik­um og mánuðum. Höfuðborg­in er í land­inu miðju. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert