Ný kirkja á næsta ári

Drög að nýrri kirkju í Grímsey.
Drög að nýrri kirkju í Grímsey. Tölvuteikning/Hjörleifur Stefánsson

Stefnt er að því að reisa nýja Miðgarðakirkju í Gríms­ey á næsta ári og helst vígja hana fyr­ir ársaf­mæli kirkju­brun­ans sem varð að kvöldi 21. sept­em­ber. Kirkj­an gjör­eyðilagðist og all­ir kirkju­grip­ir.

„Söfn­un fyr­ir nýrri kirkju geng­ur mjög vel,“ sagði Al­freð Garðars­son, formaður sókn­ar­nefnd­ar í Gríms­ey. „Gríms­ey­ing­ar skila góðri kveðju til allra og þakka kær­lega fyr­ir ótrú­lega góðan stuðning.“

Búið er að ráða Hjör­leif Stef­áns­son arki­tekt til að teikna nýju kirkj­una, en hann þekk­ir vel til gam­alla kirkna. „Hjör­leif­ur er bú­inn að koma til fund­ar við okk­ur tvisvar sinn­um. Nýja kirkj­an verður öðru vísi en sú gamla en vís­ar samt til henn­ar. Til dæm­is verða sval­ir uppi í turn­in­um eins og í gömlu kirkj­unni. Eins ætl­um við að nota fjóra krossa sem voru á horn­um gömlu kirkj­unn­ar. Þeir eru úr málmi og það er hægt að gal­vanísera þá og laga,“ sagði Al­freð. „Við ætl­um að byrja að byggja í vor. Þá ætl­um við að hreinsa það sem eft­ir er af grunn­in­um og smíða nýj­an grunn. Svo fáum við bygg­inga­meist­ara og hefj­um smíðina og helst klár­um hana næsta sum­ar.“

Nýja kirkj­an verður úr timbri. Al­freð sagði áhuga á að nýta rekavið að ein­hverju leyti með vís­an til sög­unn­ar. Kirkju­bygg­ing­in verður stærri en gamla kirkj­an því nú verður reist skrúðhús og gert ráð fyr­ir snyrt­ing­um sem ekki voru í gömlu kirkj­unni. Húsið verður 80-90 fer­metr­ar og er áætlað að kirkj­an geti kostað 80-100 millj­ón­ir króna gróft áætlað.

Arna Björg Bjarna­dótt­ir frá verk­efn­inu Glæðum Gríms­ey ætl­ar að aðstoða Gríms­ey­inga við að afla styrkja og fjár­magns í bygg­ing­una. Reikn­ings­upp­lýs­ing­ar sókn­ar­inn­ar eru banki 565-04-250731 og kt. 460269-2539. En hvernig verður helgi­hald um hátíðarn­ar?

„Við stefn­um að jóla­messu í fé­lags­heim­il­inu á milli jóla og ný­árs eins og und­an­far­in ár. Séra Magnús G. Gunn­ars­son og séra Odd­ur Bjarni Þorkels­son á Dal­vík sjá um þetta fyr­ir okk­ur,“ sagði Al­freð.

Góður afli, erfiðar gæft­ir

Tveir bát­ar frá Gríms­ey hafa und­an­farið veitt ufsa í net. Gæft­ir hafa verið erfiðar en fisk­ast vel þegar hef­ur gefið á sjó. Afl­inn hef­ur verið slægður í Gríms­ey og send­ur ísaður í land, nema þá daga sem ferj­an kem­ur. Þá er ufs­inn send­ur óslægður. „Það borg­ar sig ekki að verka í salt­fisk, eins og við höf­um alltaf gert. Það er það gott verð á mörkuðunum,“ sagði Al­freð. Net­in eru aldrei lögð nema veður sé dag­inn eft­ir til að draga svo afl­inn verði aldrei nema einn­ar nátt­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert