Hafnfirðingar útbúa Hjartasvell í miðbæ

Skautasvellið sett upp í Hafnarfirði.
Skautasvellið sett upp í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvö ný skautasvell verða opnuð næstu daga. Bæði eru með gervisvelli, það er að segja lögð sérhönnuðum ísplötum sem hafa sömu eiginleika til skautaiðkana og venjulegur ís.

Unnið er að því í Hafnarfirði að útbúa Hjartasvellið, 200 fermetra stórt skautasvell, á bak við Bæjarbíó, og verður það opnað við athöfn á morgun. Plötunum var raðað saman í gær. Byrjað er að selja aðgöngumiða á tix.is. Svellið verður opið fram í janúar og eftir það verður því pakkað saman aftur og sett í geymslu til næsta árs.

Verið er að undirbúa uppsetningu sams konar skautasvells í Reykjanesbæ. Það verður í skrúðgarðinum í Keflavík og áætlað er að hefja rekstur þess um næstu helgi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert