Öxará minnir á sig og hefur nagað í bakkana

Friðrik Einarsson vinnur að viðgerð á göngubrúnni yfir miðálinn.
Friðrik Einarsson vinnur að viðgerð á göngubrúnni yfir miðálinn. Ljósmynd/Andri Þór Gestsson

Viðgerðir á miðbrúnni yfir Öxará á Þingvöllum eru langt komnar, en síðasta vor grófu vatnavextir undan eystri enda göngubrúar yfir í Öxarárhólma, sem varð fyrir vikið verulega óstöðug og féll að endingu niður í ána. Burðarbitar og brúargólf hafa nú verið lengd og brúarstólpa var fundinn staður á landi sem enn er talið tryggt. Síðustu ár hefur Öxará nagað í bakka sína á þessum slóðum þannig að haftið yfir í næsta ál er nú aðeins nokkrir metrar.

Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að í aldaraðir hafi farvegur Öxarár oft breyst. Það hafi haft áhrif á þingstörfin og meðal annars hafi Lögrétta flust af austurbakkanum og út á hólma í Öxará og síðar yfir á vesturbakkann undir Lögberg. Þar var lítið hús reist fyrir störf Lögréttu árið 1594.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert