Lyf „sláandi oft“ einungis prófuð á körlum

Lyf eru sláandi oft einungis prófuð á körlum áður en þau fara á markað. Þetta getur haft þær afleiðingar að lyf virka öðruvísi og ekki sem skyldi á konur. 

Þetta segir Sæunn Gísladóttir, þýðandi bókarinnar Ósýnilegar konur eftir Caroline Criado Perez í Dag­mál­um, frétta- og menn­ing­ar­lífsþætti Morg­un­blaðsins.

Geta virkað öðruvísi á konur

Áhrifin eru sú að lyf virka kannski bara allt öðruvísi á konur. Það gæti þýtt að þær eru að fá of lítinn skammt eða of stóran skammt þegar þær eru að taka lyf – miðað við viðmiðunarskammt,“ segir Sæunn en hún segir að þetta hafi verið eitt það fyrsta sem vakti athygli hennar við lestur bókarinnar. 

„Mér fannst þetta sláandi því að í raun og veru það sem kemur fram þarna er að frumur eru ólíkar milli kvenlíkama og karllíkama. Þannig að þetta er ekki bara þannig að konur séu minni útgáfur af körlum með önnur æxlunarfæri. Þetta er miklu flóknara en það,“ segir Sæunn.

„Það líka var mjög sláandi að kvensjúkdómar fá minni athygli. Það er minna sett í að þróa lyf fyrir þau. Þau eru illgreinanlegt,“ segir hún og tekur sem dæmi kvensjúkdóminn endómetríósu sem að meðaltali tekur átta ár að greina hjá konum.

Viagra gott við túrverkjum

Ræddi hún um áhugavert dæmi um þetta sem er lyfið Viagra sem upphaflega var þróað sem hjartalyf en var með aðrar aukaverkanir. Rannsókn benti meðal annars á að lyfið hefði sláandi góð áhrif á túrverki en áhugi til að þróa lyf með það að markmiði virtist ekki nægur – þrátt fyrir gríðarlega stóran markaðshóp. 

Sæ­unn ræddi um slá­andi niður­stöðurn­ar sem koma fram í Ósýni­leg­um kon­um og áhrif þeirra í Dag­mál­um en þátt­inn má sjá í heild sinni hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert