María Guðmundsdóttir látin

María Guðmundsdóttir.
María Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Facebook

María Guðmundsdóttir leikkona lést á Landspítalanum í gærmorgun 86 ára að aldri. Frá þessu greinir dóttir hennar, Dóra Guðrún Wild, á Facebook.

„Betri mömmu og vinkonu er ekki hægt að hugsa sér,“ skrifar Dóra.

María, sem einnig var hjúkrunarfræðingur, fæddist 9. nóvember 1935 í Mosfellsbæ og var síðustu 25 árin tíður gestur á skjáum landsmanna og fór á kostum í ýmsum gamanþáttum og myndum. Hún sló þó sjálfri sér við með hlutverki sínu í bæði Steindanum okkar og Steypustöðinni.

Þá hafði hún einnig leikið í ýmsu öðru gamanefni líkt og í kvikmyndunum Perlur og svín og í Stellu í framboði en einnig í þáttunum Fóstbræðrum og Næturvaktinni.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert