Strætó mælir eindregið með grímunotkun

Strætó mælir eindregið með grímunotkun þegar ferðast er með almenningssamgöngum.
Strætó mælir eindregið með grímunotkun þegar ferðast er með almenningssamgöngum. mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt nýjustu reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem tekur gildi á morgun, er Strætó undanþeginn 20 manna fjöldatakmörkunum og skulu farþegar nota grímu ef ekki er unnt að tryggja tveggja metra fjarlægðarmörk um borð í vögnunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó.

Strætó mælir þó eindregið með grímunotkun þegar ferðast er með almenningssamgöngum.

Þá segir í tilkynningu frá fyrirtækinu að viðskiptavinir beri ábyrgð á því að klæðast andlitsgrímu þegar þörf er á samkvæmt reglugerðinni.

Undanþegnir grímuskyldu sé einstaklingar sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geti það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars.

Þá séu börn fædd 2006 og yngri einnig undanþegin grímunotkun.

Andlitsgrímur skuli hylja nef og munn og þær uppfylla kröfur sem komi fram í vinnustofusamþykkt evrópsku staðlasamtakanna (CEN).

Þá eru farþegar hvattir til að huga að hreinlæti og eigin sóttvörnum og að ferðast ekki með almenningssamgöngum finni þeir fyrir flenskueinkennum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert