„Bara allt þess virði“

Eftir mörg ár í Berlín, þar af sjö ára söngnám og síðan spennandi söngferil, er hinn 34 ára söngvari Benedikt Kristjánsson fluttur heim til Íslands. Ástæðuna segir hann vera að hann hafi viljað vera nær sjónum.

„Ég er mjög háður sjónum og það er mjög erfitt að búa í þrettán eða fjórtán ár mjög langt frá sjónum. Á Íslandi býr maður yfirleitt ekki mjög langt frá sjónum og núna bý ég ekki nema einhverjum 150 metrum frá,“ segir hann.

„Ég hef annars enga tengingu við Akranes. Mig langaði bara ekki að búa í Reykjavík og foreldrar mínir búa í Hvalfirði, þannig að þetta er svona mitt á milli.“ Ferðalögin eru vissulega lengri þegar hann þarf að syngja á tónleikum á meginlandinu.

„En þetta er bara allt þess virði. Og svo auðvitað skipulegg ég ferðirnar mínar betur.“ Hann forgangsraðar og fær þar með meiri tíma heima með fjölskyldunni.

Benedikt var gestur Ragnheiðar Birgisdóttur í Dagmálum. Þar sagði hann frá söngferli sínum til þessa, athyglinni sem flutningur hans á Jóhannesarpassíu Bachs vorið 2020 hlaut og þeirri ákvörðun að flytja heim frá Berlín eftir mörg ár í þeirri miklu tónlistarborg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert