Völdu Þórólf manneskju ársins

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir er mann­eskj­a árs­ins að mati hlust­enda Rás­ar 2. Yfir 20 þúsund greiddu atkvæði í kjörinu.

Haraldur Þorleifsson, sem hefur vakið athygli fyrir átakið Römpum upp Reykjavík, varð í öðru sæti og Guðmundur Felix Grétarsson handhafi í því þriðja.

„Ég þakka fyrir þetta kærlega en vil kannski taka það fram að mér finnst ég vera að taka við þessu fyrir hönd alls þess frábæra fólks sem hefur unnið í þessu,“ sagði Þórólfur í viðtali á Rás 2.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert