Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út seint í gærkvöldi eftir að hurð opnaðist í geymsluskúr við Hásteinsveg.
Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum var skúrinn tekinn í sundur og lagður til hliðar. Björgunarsveitarmenn tíndu út það sem var í skúrnum, settu það í eina hrúgu og bundu niður.
Ruslatunnur fuku sömuleiðis í bænum en vindur fór allt upp í 32 metra á sekúndu í gærkvöldi í hörðustu hviðum á nýja hrauninu.
Að sögn lögreglunnar gekk gærkvöldið og nóttin annars vel fyrir sig í bænum og ekkert stórvægilegt gerðist í tengslum við óveðrið.