Aftur reynt að opna fyrir Uber og Lyft

Frumvarpið hefur ekki náð fram að ganga síðan í nóvember …
Frumvarpið hefur ekki náð fram að ganga síðan í nóvember 2019. mbl.is/Kristinn Magnússon

Innviðaráðherra kynnti á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag frum­varp til laga um leigu­bif­reiðaakst­ur, meðal ann­ars til þess að tryggja að ís­lenska ríkið standi við skuld­bind­ing­ar EES-samn­ings­ins.

Verður frum­varpið nú lagt fyr­ir þing­flokka.

ESA, eft­ir­lits­stofn­un EFTA, hef­ur áminnt Ísland ít­rekað vegna gild­andi leigu­bif­reiðalög­gjaf­ar en mark­mið frum­varps­ins er að tryggja gott aðgengi að hag­kvæmri, skil­virkri og ör­uggri leigu­bif­reiðaþjón­ustu.

Málið fram og til baka frá nóv­em­ber 2019

Sig­urður Ingi lagði frum­varpið fram nóv­em­ber 2019, og átti það að opna á far­veit­ur á borð við Uber og Lyft. Vakti það nokkra gagn­rýni leigu­bíla­fyr­ir­tæk­is­ins Hreyf­ils og náði málið ekki fram að ganga.

Í hinu end­ur­flutta frum­varpi verða áfram í gildi ströng skil­yrði sem far­veit­ur og bíl­stjór­ar þyrftu að upp­fylla og í sum­um til­vik­um eru gerðar strang­ari kröf­ur en sam­kvæmt gild­andi lög­um, að sögn Þór­mund­ar Jónatans­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa innviðaráðuneyt­is­ins, í svari við fyr­ir­spurn mbl.is.

Leigu­bif­reiðastjór­um verður þó áfram heim­ilt að hafa af­greiðslu á leigu­bif­reiðastöð kjósi þeir það. 

Um­sagn­ir hafðar til hliðsjón­ar í þetta skiptið

Far­veit­ur sem svipa til er­lendu far­veitn­anna Lyft og Uber hafa verið að skjóta uppi koll­in­um á Íslandi, en þar má nefna Parka. Keyrði fyr­ir­tækið af stað starf­sem­ina og bygg­ir einkum á úr­sk­urði sam­keppnis­eft­ir­lits­ins frá nóv­em­ber 2020, en þar var kom­ist að því að Hreyfli var ekki heim­ilt að meina leigu­bíl­stjór­um að aka fyr­ir aðra far­veitu.

Heild­ar­end­ur­skoðun laga um leigu­bif­reiðar hófst með skip­un starfs­hóps um end­ur­skoðun á þeim regl­um sem gilda um leigu­bif­reiðaakst­ur, í októ­ber 2017.

Skilaði starfs­hóp­ur­inn til­lög­um í skýrslu í mars 2018 og bygg­ir frum­varpið að meg­in­stefnu til á til­lög­um starfs­hóps­ins.

Þá hafa um­sagn­ir sem bár­ust um efni skýrsl­unn­ar og frum­varps­drög á fyrri stig­um verið hafðar til hliðsjón­ar, en frum­varpið hafði áður tví­veg­is verið lagt fram í sam­ráðsgátt og bár­ust um­sagn­ir í bæði skipt­in frá hags­munaaðilum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert