ÍE hætt að greina PCR-sýni

Frá Íslenskri erfðagreiningu.
Frá Íslenskri erfðagreiningu.

Íslensk erfðagreining (ÍE) hætti í lok síðustu viku að greina PCR-sýni sem tekin eru vegna hugsanlegra kórónuveirusmita. Vegna þessa biðlar sóttvarnalæknir til fólks að leita einungis í PCR-sýnatöku ef það finnur fyrir einkennum Covid-19 eða ef því er ráðlagt sérstaklega að fara í slíka sýnatöku. Aðrir geta farið í hraðpróf.

Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að það hefði alltaf staðið til að ÍE sinnti greiningunni einungis tímabundið. Þá væri kominn tími „fyrir okkur að standa á eigin fótum.“

Greiningargetan úr 10.000 í 6.500

„Ég tel og aðrir telja að það séu komin ákveðin tímamót núna svo þau geti hætt því,“ sagði Þórólfur og átti þá við að með breytingum á reglum um sóttkví hafi fjöldi sýna sem tekinn er á hverjum degi dregist saman. Hann benti þó á að ÍE væri enn á hliðarlínunni ef á þyrfti að halda og að ef þörf verði á meiri sýnatöku sé líklegt að auka þurfi notkun hraðgreiningarprófa. Ef fólk fær jákvæða niðurstöðu úr þeim þá þarf það að fá slíkt staðfest með PCR-prófi.

Þórólfur sagði jafnframt að vegna þessa gæti tekið einn til tvo daga fyrir fólk að fá niðurstöðu úr sýnatöku.

Þegar ÍE sinnti greiningu ásamt Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri var greiningargetan um og yfir 10.000 sýni daglega. Nú er hún 6.500. Ef þörf verður á meiri grieningu þá er líklegt að auka þurfi notkun hraðgreinignarprófa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert