Engin kennsla í byggingum HÍ

Skólahald í byggingum Háskóla Íslands fellur niður á morgun til …
Skólahald í byggingum Háskóla Íslands fellur niður á morgun til hádegis hið minnsta.

Skólahald í byggingum Háskóla Íslands fellur niður á morgun til hádegis hið minnsta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jón Atla Benediktssyni, rektor HÍ.

„Vegna mjög slæmrar veðurspár frá Veðurstofu Íslands fyrir höfuðborgarsvæðið fellur allt skólahald í byggingum Háskóla Íslands niður á morgun til hádegis hið minnsta. Kennarar munu leitast við að færa kennsluna á netið eftir því sem kostur er,“ segir Jón Atli.

Hann hvetur nemendur og starfsfólk til að huga vel að aðstæðum í fyrramálið og halda kyrru fyrir og fylgjast vel með tilkynningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert