Skólahald fellur niður í Verzlunarskóla Íslands í fyrramálið að því er Guðrún Sívertsen rektor greinir frá í tölvupósti til nemenda. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi almannavarna segir líklegt að skólahald falli niður víðar.
Almannavarnir funda nú um stöðuna vegna veðursins en rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið og tekur gildi klukkan fjögur í nótt, til klukkan hálfníu í fyrramálið.