Öll almenn þjónusta hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu fellur niður fyrir hádegi á morgun, undir hana fellur sýntaka og bólusetning. Eingöngu bráðaþjónusta verður veitt fyrir hádegi.
Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is.
Rauð viðvörun vegna veðurs hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Hún tekur gildi klukkan 4 í nótt.
Ragnheiður segir að um 600-700 manns hafi verið bókaðir í sýnatöku fyrir hádegi á morgun. Þeir sem eiga pantaðan tíma fyrir hádegi munu geta mætt eftir hádegi, að því gefnu að verður leyfi.
Þá varar Ragnheiður við því að það gæti orðið seinkun á heimahjúkrun á morgun.
Samkvæmt tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verða engar bólusetningar í Laugardalshöll og ekki er gert ráð fyrir að opið verði í sýnatöku á Suðurlandsbraut.
Fréttin hefur verið uppfærð.