Fylgist með lægðinni ganga yfir

Spáð er ofsaveðri í nótt og snemma á morgun.
Spáð er ofsaveðri í nótt og snemma á morgun. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Suðaustan ofsaveðri, sem mun ná 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi, er spáð á Suður- og Suðvesturlandi í nótt og fram á morgun. Almannavarnir hafa gefið út rauða viðvörun vegna veðursins á þessu svæði, en þá eru taldar miklar líkur á foktjóni og ófærð innan hverfa. Er fólki ráðlagt að ganga frá lausum munum.

Hægt er að fylgjast með lægðinni koma nálgast og koma yfir landið hér, en samkvæmt spá Veðurstofunnar gæti hún farið niður í allt að 928 hPa snemma á morgun.

Vega­gerðin hef­ur ákveðið að loka veg­um vegna veðurs­ins, hægt er að fylgj­ast með lok­un­um á heimasíðu Vega­gerðar­inn­ar. Þá hefur flugi verið aflýst og skólahald víða felt niður. Mikil hætta er jafnframt talin á rafmagnstruflunum víða um land.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert