Lýsa yfir hættustigi

Hættustig tekur gildi á miðnætti.
Hættustig tekur gildi á miðnætti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rík­is­lög­reglu­stjóri í sam­ráði við alla lög­reglu­stjóra á land­inu hef­ur ákveðið að lýsa yfir hættu­stigi al­manna­varna frá miðnætti í kvöld vegna veðurs.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Þar seg­ir að mik­ill viðbúnaður sé vegna óveðurs­ins sem fram und­an er út um allt land. Spáð er suðaust­an roki eða ofsa­veðri, 23-30 m/​s með snjó­komu og skafrenn­ingi en slyddu næst sjáv­ar­síðunni. Hvass­ast í efri byggðum höfuðborg­ar­svæðis­ins og á Kjal­ar­nesi.

„Í dag funduðu Al­manna­varn­ir aft­ur með sér­fræðing­um Veður­stof­unn­ar, viðbragðsaðilum, ábyrgðaraðilum raf­orku, fjar­skipta og sam­gangna. Einnig voru á fund­in­um full­trú­ar úr aðgerðastjórn­un al­manna­varna um land allt.  Eins og í gær var farið yfir veður­spár og til hvaða viðbúnaðar þarf að grípa þegar óveðrið skell­ur á.“

Mikl­ar lík­ur eru á foktjóni og ófærð inn­an hverfa. Fólk er hvatt til þess að ganga vel frá laus­um mun­um og verk­tak­ar beðnir að ganga vel frá fram­kvæmda­svæðum.

Vega­gerðin hef­ur ákveðið að loka veg­um vegna veðurs­ins, hægt er að fylgj­ast með lok­un­um á heimasíðu Vega­gerðar­inn­ar.

For­eldr­ar eru beðnir að fylgj­ast með hvernig skóla­haldi verður háttað, nú þegar hafa ein­hverj­ir skól­ar ákveðið að hafa lokað á morg­un.  

„Al­manna­varn­ir halda áfram að fylgj­ast vel með og miðla upp­lýs­ing­um til fjöl­miðla um stöðuna í öll­um lands­hlut­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert