mbl.is og K100 fyrr á ferð vegna veðurofsa

mbl.is og K100 munu fylgjast með og segja frá öllum …
mbl.is og K100 munu fylgjast með og segja frá öllum nýjustu fréttum af óveðrinu frá því klukkan 4:30 á morgun. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Fréttavakt mbl.is mun standa vaktina lengur í kvöld og byrja fyrr en venjulega á morgun vegna þess óveðurs sem spáð er að gangi yfir landið í nótt og á morgun. Rauð viðvörun hefur verið gefin út á suðvestur hluta landsins og þá hefur ríkislögreglustjóri ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna frá miðnætti vegna veðursins.

Fréttavaktin á mbl.is og morgunþátturinn Íslands vaknar á K100 fara af stað klukkan 4:30 á morgun í staðinn fyrir klukkan 6 á hefðbundnum morgnum. Geta hlustendur og lesendur þar fylgst með nýjustu fréttum af veðri og færð.

Í viðvörunum vegna veðursins er meðal annars bent á að mikl­ar lík­ur séu á foktjóni og ófærð inn­an hverfa. Fólk er hvatt til þess að ganga vel frá laus­um mun­um og verk­tak­ar beðnir að ganga vel frá fram­kvæmda­svæðum.

Spáð er suðaust­an roki eða ofsa­veðri, 23-30 m/​s með snjó­komu og skafrenn­ingi en slyddu næst sjáv­ar­síðunni. Hvass­ast í efri byggðum höfuðborg­ar­svæðis­ins og á Kjal­ar­nesi.

Vega­gerðin hef­ur ákveðið að loka veg­um vegna veðurs­ins, hægt er að fylgj­ast með lok­un­um á heimasíðu Vega­gerðar­inn­ar.

Þá hafa þegar einhverjir skóla aflýst skólahaldi og líklegt er að fleiri fylgi í kjölfarið. Öllu millilandaflugi hefur einnig verið aflýst um morguninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert