Öldur gætu náð 18 metrum

Mikill öldugangur verður á mánudagskvöld.
Mikill öldugangur verður á mánudagskvöld. Ljósmynd/Lögreglan

Ölduhæðin sem fylgir lægðinni sem leggst brátt yfir landið er með því allra mesta sem veðurfræðingar hafa séð hér á landi. Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni.

Óveður skellur á í kvöld og með morgninum en mesti öldugangurinn verður þegar óveðrið hefur að miklu leyti gengið niður, á mánudagskvöld.

Ölduhæðin úti á miðunum gæti náð 18 metrum þar sem mest lætur á mánudagskvöldið, suður af lægðamiðjunni en við Reykjanes og með suðurströndinni geta öldur náð um 10 til 12 metra hæð.

Mikið brim verður við hafnir á Suður- og Suðvesturlandi og er mælst til þess að fólk sem á báta tryggi þá vel á meðan á þessu stendur. 

Öldugangur á seint á mánudagskvöldið gæti náð 12 til 20 …
Öldugangur á seint á mánudagskvöldið gæti náð 12 til 20 metrum á suðurströndinni. Kort/Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert