Óvissustig vegna sjóflóða

Í ljósi þessara aðstæðna er rétt að vara fólk sem …
Í ljósi þessara aðstæðna er rétt að vara fólk sem fer um svæði þar sem snjóflóð geta fallið við hættu á snjóflóðum næsta sólarhringinn, segir Veðurstofan.

Óvissu­stigi vegna snjóflóðahættu hef­ur verið lýst yfir á norðan­verðum Vest­fjörðum og Mið-Norður­landi sem tek­ur gildi á miðnætti.

Þetta kem­ur fram á vef Veður­stof­unn­ar.

Í nótt og í gær féllu mörg snjóflóð á Norðan­verðum Vest­fjörðum, meðal ann­ars í Skutuls­firði, í Álftaf­irði og í Önund­arf­irði.

Þá seg­ir að vitað er um veikt lag í snjóþekj­unni á Vest­fjörðum og á Norður­landi sem get­ur verið vara­samt ef fólk er á ferð um bratt­lendi.

Á Trölla­skaga hafa nokk­ur all­stór flóð fallið yfir Ólafs­fjarðar­veg um helg­ina.

Einnig féllu all­stór flóð úr Strengs­gili og Jör­und­ar­skál ofan Siglu­fjarðar í nótt, aðfaranótt sunnu­dags.

„Í ljósi þess­ara aðstæðna er rétt að vara fólk sem fer um svæði þar sem snjóflóð geta fallið við hættu á snjóflóðum næsta sól­ar­hring­inn,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert