Rauð viðvörun vegna veðurs hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Hún tekur gildi klukkan 4 í nótt.
Viðvörunin gildir til klukkan 8.30.
„Suðaustan 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi en slyddu næst sjávarsíðunni. Hvassast í efri byggðum höfuðborgarvsæðisins og á Kjalarnesi. Miklar líkur á foktjóni og ófærð innan hverfa. Fólki er ráðlagt að ganga vel frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framvkæmdasvæðum,“ segir á vef Veðurstofunnar um veðrið sem er framundan á höfuðborgarsvæðinu.
Annars staðar á landinu hefur appelsínugul viðvörun verið gefin út.