Skólahald fellur að hluta niður á Austurlandi

Íbúar eru því hvattir til að halda sig heima í …
Íbúar eru því hvattir til að halda sig heima í fyrramálið og fram eftir degi, eða svo lengi sem veðrið varir. mbl.isÁsdís Ásgeirsdóttir

Skólahald á Austurlandi fellur að hluta niður í fyrramálið. Frekari upplýsingar um það munu sendar foreldrum og forráðamönnum síðar í kvöld eða í fyrramálið.

Þetta segir í tilkynningu á vef lögreglu og eru foreldrar hvattir til að fylgjast með tilkynningum á heimasíðum sveitarfélaganna varðandi upplýsingar um skólahald.

Aðgerðastjórn á Austurlandi vekur athygli á slæmri veðurspánni og bendir á að ekkert ferðaveður verður þá í umdæminu. Íbúar eru því hvattir til að halda sig heima í fyrramálið og fram eftir degi, eða svo lengi sem veðrið varir.

Stjórnendur þeirra fyrirtækja og stofnana sem tryggja þurfa órofinn rekstur, eru hvattar til að huga að viðeigandi ráðstöfunum.

Sýnataka á vegum Heilbrigðisstofnunar Austurlands, (HSA), sem skipulögð var á morgun fellur niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert