Allir helstu vegir á Suðvesturlandi eru enn lokaðir fyrir umferð. Á höfuðborgarsvæðinu er snjóþekja á helstu stofnleiðum, en unnið er að því að moka götur. Fyrr í morgun var færðin á höfuðborgarsvæðinu þyngri, en á kortum Vegagerðarinnar var þá metið að þæfingur væri á öllum helstu stofnleiðum.
Líkt og greint var frá fyrr í morgun gengur snjóruðningur í Reykjavík vel og er sums staðar orðið fært nú þegar. Þegar veður gengur niður, núna undir morgun, verður farið í að opna leiðir, fyrst stofnbrautir, þar næst strætóleiðir og síðan íbúðargötur.