Ekki snjóaði eins mikið á höfuðborgarsvæðinu í nótt eins og búist var við og var hiti var nokkuð yfir frostmarki.
Þess vegna eru flestar stofnæðar og tengibrautir færar og einnig fjölmargar íbúðagötur. Þetta kemur fram á facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
„Unnið verður fram eftir morgni að ryðja íbúðagötur sem eru ekki færar og á það helst við í efri byggðum og jafnvel víða. Þeir sem ætla á bílum sínum eru beðnir um að meta búnað bílsins og færðina þar sem þeir búa og alls ekki að ana af stað ef ófærð er mikil.“
Þá kemur fram að Strætó stefni á að hefja akstur upp úr klukkan 09.00.
Uppfært kl 08.39: Strætó mun byrja að ganga klukkan 10.00 að sögn upplýsingafulltrúa Strætó bs.