Hættustigi aflétt

Almannavarnir hafa aflétt hættustig vegna óveðursins.
Almannavarnir hafa aflétt hættustig vegna óveðursins. mbl.is/Þorgeir

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu, hefur ákveðið að fara af hættustigi almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs.

Hættustigi var lýst yfir á miðnætti í gærkvöldi þegar ljóst var að veðurspá Veðurstofu Íslands sýndi ofsaveður um allt land og mikil hætta var á foktjóni og ófærð.

Í tilkynningu frá almannavörnum segir að veðurspáin hafi gengið eftir, en fyrsta útkall kom til björgunarsveitanna um klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú í nótt. Síðan hafa björgunarsveitir um land allt sinnt rúmlega 145 verkefnum.

Veðrið gekk svo hratt niður í morgun, en m.a. var ákveðið að hefja starf leikskóla og frístundaheimila klukkan 13 í dag, en í gær hafði því öllu verið aflýst. Þá kom jafnframt fram hjá lögreglunni í morgun að færðin væri betri en áætlað hafi verið, en það var meðal annars vegna þess að hitastig var nokkrum gráðum hærra en áætlað hafði verið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert