Ólíklegt að Hellisheiði verði opnuð aftur í dag

Kambarnir.
Kambarnir. Ljósmynd/Vegagerðin

Vegurinn um Hellisheiði er enn lokaður og ólíklegt að hann verði opnaður aftur í dag. Suðurstrandarvegur hefur verið opnaður en þar er hálka og éljagangur.

Búið er að opna veginn um Sandskeið en hann lokaðist við Draugahlíðarbrekkur í dag vegna umferðaróhapps.

Öxnadalsheiði opnuð

Búið er að opna veginn um Öxnadalsheiði en þar er snjóþekja og skafrenningur.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að hálka og krapi er á flestum leiðum á Suðvesturlandi og víða éljagangur en þæfingsfærð á nokkrum leiðum.

Súðavíkurhlíð ekki mokuð

Á Vestfjörðum er unnið að mokstri víðast hvar. Fært er á milli byggðarkjarna norðan- og sunnantil og einnig við Steingrímsfjörð. Hálka eða snjóþekja er á vegum. Súðavíkurhlíð, Djúpið og Steingrímsfjarðarheiðin verða ekki mokuð í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert