Rafmagn datt af hluta höfuðborgarsvæðisins

Svona lítur veðurkortið út núna á sjötta tímanum.
Svona lítur veðurkortið út núna á sjötta tímanum. Kort/Veðurstofa Íslands

Útleysing varð í Hamarneslínu um klukkan þrjú í nótt sem varð til þess að rafmagnslaust varð í Hafnarfirði og hluta Garðabæjar. Í kjölfarið varð einnig rafmagnslaust í hluta Reykjavíkur.

Rafmagn komst hins vegar á stuttu síðar, en klukkan 03:19 tilkynnti Landsnet að rafmagnið ætti að vera komið inn aftur.

Rafmagnsleysis hefur gætt víðar í nótt vegna óveðursins, en rafmagnslaust hefur orðið víða á Suðurlandi og rétt fyrir klukkan fimm var tilkynnt um að rafmagnslaust væri á stóru svæði á Snæfellsnesi og í Borgarfirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert