Rafmagnslaust er á stóru svæði á Suðurlandi sem nær frá Vallarkróki og nágrenni í Rangárþingi, í Flóa, Skeið og Kiðaberg og að Merkurbæjum í Rangárþingi eystra og austur að Kirkjubæjarklaustri.
Halldór Guðmundur á svæðisvakt hjá Rarik á Suðurlandi segir samslátt á loftlínu valda truflununum en keyrt á varaafli í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri.
Landsvæðið sem undir er er stórt og eru fleiri hundruð notendur undir, heimili og býli.