Snjóruðningur gengið framar vonum

Tíu snjóruðningsbílar hafa verið að vinnu frá klukkan þrjú í …
Tíu snjóruðningsbílar hafa verið að vinnu frá klukkan þrjú í nótt. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta hefur gengið ágætlega og mun skárra en við áttum von á,“ segir Þröstur Víðisson, yfirverkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, um snjóruðning á svæðinu. 

Almannavarnir vara þó enn við að fólk sé á ferðinni.

Hann segir að veður og verkefni ganga hratt yfir núna. „Það er víða þungfært og sums staðar ófært núna en við erum á fullri ferð,“ segir hann.

Þegar veður gengur niður, núna undir morgun, verður farið í að opna leiðir. Fyrst aðalleiðir og strætóleiðir og síðan íbúðargötur, útskýrir Þröstur. Hann segir að það muni taka sinn tíma.

Tíu snjóruðningsbílar hafa verið að vinnu frá klukkan þrjú í nótt, auk nokkurra stórra vinnuvéla. Bætt verður í keyrslu vinnuvéla, á borð við traktorsgröfur, þegar líður á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert