Eldingu sló niður fyrir stuttu á höfuðborgarsvæðinu. Heyrðist hún vel í neðri byggðum Reykjavíkur. Á eldingakorti Veðurstofunnar má sjá að eldingar hafa undanfarna klukkustund greinst vestur og suðvestur af landinu.
Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að fleiri eldingum hafi slegið niður í nótt en að búast megi við enn fleirum núna í kjölfarið. Segir hún að óstöðugt loft sé nú þegar veðurskilin fari yfir með éljaklökkum og í þeim leynist eldingar.
Á vef Veðurstofunnar má sjá hvar eldingum hefur slegið niður síðustu daga. Allir punktar eru rauðir sem merkir að mælingarnar séu síðan í dag.