Um 25 tæki moka snjó á höfuðborgarsvæðinu

Mikið slabb er á vegum á höfuðborgarsvæðinu.
Mikið slabb er á vegum á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Arnþór

„Aðalleiðir Strætó eru hvergi ófærar,“ segir Halldór Ólafsson, rekstrarstjóri vetrarþjónustu vega hjá Reykjavíkurborg í samtali við mbl.is. 

Stefnt er að því að Strætó fari að ganga klukkan 10.

Halldór segir nú unnið að því að klára að hreinsa aðalvegi og svo verði farið í húsagötur. Þá segir hann snjóinn þungan og blautan, víða slabb. 

„Ætli ég sé ekki með einhver tuttugu til tuttugu og fimm tæki í vinnu núna,“ segir hann. Þá séu engin bílar í vandræðum á aðalleiðum en staðan hafi ekki verið tekin nýlega í húsagötum. 

Hann biðlar til fólk að fara ekki af stað nema á vel búnum bílum í húsagötum, sérstaklega í efri byggðum, ekki síst vegna þess hve snjórinn er þungur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert