Um 30 brotnir staurar og eldingahætta á Suðurlandi

Um 30 straurar eru brotnir í dreifikerfinu.
Um 30 straurar eru brotnir í dreifikerfinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

132 kílóvolta lína Landsnets frá Hólum til Hafnar í Hornafirði er úti en allir forgangsorkunotendur á Höfn eru komnir með rafmagn í gegnum 11 kílóvolta kerfi RARIK. Þannig er aðeins mjölbræðsla Skinneyjar-Þinganess án rafmagns á Höfn sem stendur.

Rafmagnstruflanir hafa verið víða um Suðurland frá því á fjórða tímanum í nótt. 

„Eins og staðan er núna eru Merkurbæir úti, en þar eru fimm brotnir staurar. Einnig er rafmagnslaust á tveimur Heklubæjum vegna brotinna staura. Þeir munu verða tengdir við varaaflsstöðvar og viðgerð fer fram síðar,“ segir á vef Rarik. 

Alls eru um þrjátíu staurar brotnir, sem vitað er um, í dreifikerfi Rarik. Mest á Suðurlandi.

Eldingahætta tefur viðgerðir

Vallarkrókur frá Hvolsvelli er úti og eru brotnir þrír staurar þar. Skaftártungur eru einnig úti vegna staurabrota. Hætta á eldingum tefja viðgerðir.

Minna er um rafmagnstruflanir á Vesturlandi. Sem stendur er lítill hluti Melasveitar úti og tvö sumarhús í Kjós. Unnið er að viðgerð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka