Rafmagnslaust er á nokkrum stöðum á bæði Suðurlandi og Vesturlandi samkvæmt upplýsingum frá Rarik. Tekið er fram að farið sé að bera á eldingum sem geti seinkað viðgerðum.
Fyrst fór að bera á rafmagnstruflunum á Suðurlandi klukkan 3:40 í nótt. Miðað við uppfærða stöðu stuttu fyrir sjö í morgun er rafmagnslaust á eftirfarandi stöðum á Suðurlandi; Merkurbæjum, Holt og Landsveit, Uppsölum frá Selfossi að Brautarholti, Landeyjum frá Hvolsvelli að Gunnarshólma, Vallarkróki frá Hvolsvelli og að lokum Skaftártungu og Álftaveri.
Á Vesturlandi fór að bera á truflunum klukkan 4:40, en eins og staðan er núna er Melasveit ú tog hluti af Kjós við Kiðafell. Þá eru einnig truflanir á sveitalínum í kringum Grundarfjörð.