Vindhraðinn var óvenjumikill

Kortið sýnir vindhraða í nótt og í morgun.
Kortið sýnir vindhraða í nótt og í morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurhæð var óvenjumikil á mörgum stöðum í nótt og í morgun, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni, sem birtir á facebook-síðu sinni kort sem sýnir vindhraða á allmörgum stöðum á landinu í nótt og í morgun.

Átt er við veðurhæð [metra á sekúndu] sem tölfræðilega mælist sjaldnar en einu sinni á áratug, einkum á suðvesturhorninu.

Mest var veðurhæðin á láglendi á Reykjanesvita (39 m/s). Ekki hefur verið hægt að meta endurkomutíma vindhraða á þeirri stöð. Á Lambavatni á Rauðasandi náði veðurhæðin 27,7 m/s, sem hefur a.m.k. 20 ára endurkomutíma og mesta vindhviða á Hveravöllum í morgun var 45 m/s sem hefur endurkomutíma upp á 12 ár.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert