Vindur að ganga niður á Norður- og Austurlandi

Snjóruðningstæki á ferðinni á Akureyri í morgun.
Snjóruðningstæki á ferðinni á Akureyri í morgun. mbl.is/Þorgeir

Vindur er að ganga niður á Norðausturlandi, Austurlandi og Austfjörðum. Þar eru appelsínugular viðvaranir í gildi fram að og yfir hádegi. 

Ennþá snjóar hins vegar töluvert og þá helst á norðanverðum Austfjörðum og mun snjóa þar áfram fram eftir degi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert