Vonandi allt á fullu vel fyrir hádegi

Stigið inn í strætó.
Stigið inn í strætó. mbl.is/Árni Sæberg

„Við byrjum að keyra í kringum klukkan tíu. Fyrstu brottfaratímar dagsins eru að skírast á hverri leið á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. 

Allar morgunferðir Strætó voru felldar niður vegna óveðursins sem nú er að mestu yfirstaðið á höfuðborgarsvæðinu.

„Vonandi verður allt komið í gang vel fyrir hádegi, í síðasta lagi um ellefu ætti allir að vera komnir í gang,“ segir Guðmundur. 

Hægt er að fylgjast með ferðum og nýjum brottfaratímum á vef Strætó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert