Vetrarfærð er um allt land og víða ófært á vegum. Hálka er á Reykjanesbrautinni, ófært er á Lyngdalsheiði og þæfingsfærð á milli Hveragerðis og Selfoss.
Vegurinn um Hellisheiði er lokaður vegna veðurs og verður staðan metin með morgninum þegar veður fer batnandi. Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði og skafrenningur, að sögn Vegagerðarinnar.
Flateyrarvegur er lokaður vegna snjóflóðahættu og sömuleiðis Súðavíkurhlíð.