Viðbúið að umferð verði hæg

Nokkuð snjóaði í nótt og fólk gæti þurft að moka …
Nokkuð snjóaði í nótt og fólk gæti þurft að moka og skafa áður en haldið er út í umferðina. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Nokkuð snjóaði í nótt á höfuðborgarsvæðinu og gætu borgarbúar þurft að moka snjó og skafa vel áður en haldið er af stað í umferðina í morgun. 

Þá er viðbúið að umferð verði hæg. Snjóruðningstæki hafa verið við vinnu í nótt í Reykjavíkurborg og unnið að því að sem mest verði fært þegar morgunumferðin skellur á.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu leggur til að fólk leggi snemma af stað og geri ráð fyrir töfum í umferðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert