Vill afnema einokun SÁÁ á fíkniráðgjöfum

Fjallagangan sem Tolli myndlistarmaður og félagi hans Arnar Hauksson fóru í á fyrstu dögum ársins var til styrktar Batahúsi sem ásamt Sollusjóði styður við bakið á fólki sem lent hefur í áföllum og fíknivanda. Ein áhrifamesta meðferð sem hægt er að bjóða upp á fyrir fólk í þessari stöðu er svokölluð samtalsmeðferð sem stjórnað er áfalla- og fíkniráðgjafa.

Tolli gagnrýnir að það sé í raun eingöngu SÁÁ sem geti boðið upp á slíka þjónustu, þar sem meðferðaraðilar eru skilgreindir sem heilbrigðisstarfsfólk. Aðrir ráðgjafar af sama toga fái ekki viðurkenningu og þar spili inn í okkar litla samfélag og nándin sem einkennir það.

Hann segir fyrirtækið SÁÁ vera með einokunaraðstöðu að þessu leiti og hann vill breyta því, þannig að skjólstæðingar Batahúss geti fengið þessa samtalsmeðferð og að þeir ráðgjafar verði einnig skilgreindir sem heilbrigðisstarfsmenn.

Tolli ræðir fjallgönguna og tilgang fararinnar í Dagmálsþætti dagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert