Hellisheiðin er lokuð og víða hálka

Hellisheiðin er lokuð.
Hellisheiðin er lokuð. mbl.is/Óttar

Lokað er á Hellisheiði og að Selfossi. Víðast hvar á Suðvesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir og eitthvað um skafrenning. Ófært er einnig um Krýsuvíkurveg og Kjósarskarð.

Á höfuðborgarsvæðinu eru hálkublettir á vegum og eitthvað um hálku.

Ófært er á Þverárfjalli en þæfingur er á Öxnadalsheiði og á Sauðárkróksbraut. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Norðurlandi og éljagangur víða. Þungfært er á Víkurskarðsvegi og Siglufjarðarvegi milli Hofsóss og Ketiláss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert