Lokað er á Hellisheiði og að Selfossi. Víðast hvar á Suðvesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir og eitthvað um skafrenning. Ófært er einnig um Krýsuvíkurveg og Kjósarskarð.
Á höfuðborgarsvæðinu eru hálkublettir á vegum og eitthvað um hálku.
Ófært er á Þverárfjalli en þæfingur er á Öxnadalsheiði og á Sauðárkróksbraut. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Norðurlandi og éljagangur víða. Þungfært er á Víkurskarðsvegi og Siglufjarðarvegi milli Hofsóss og Ketiláss.
Suðvesturland: Lokað er á Hellisheiði og að Selfossi. Víðast hvar snjóþekja, hálka eða hálkublettir og eitthvað um skafrenning. Ófært er um Krýsuvíkurveg og Kjósarskarð. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 9, 2022