Flogið með sjúkling frá Akranesi til Reykjavíkur

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Þorgeir

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag til Akraness þar sem ferja þurfti sjúkling á sjúkrahús í Reykjavík. 

Vegna ófærðar var ekki unnt að keyra sjúklinginn í bæinn en afar sjaldgæft er að þyrla fljúgi svo stutta vegalengd. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar. 

Þá segir að flugið hafi aðeins tekið tíu mínútur. 

Þyrlusveitin sinnti einnig útkalli á Stykkishólm þar sem koma þurfti veikum undir læknishendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert