Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni aðstoðaði snemma í morgun konu sem hafði gengið í blindbyl á Lyngdalsheiði í tvær klukkustundir.
Á facebook-síðu björgunarsveitarinnar kemur fram að konan hafi óskað eftir aðstoð klukkan 5.22 í morgun þar sem hún hafði gengið frá snjóhúsi rétt vestan við Kringlumýri á Lyngdalsheiði þar sem hún hafði dvalið.
Aðgerðir gengu vel og konunni var fljótlega komið inn í hlýjan bíl.