Hvessir eftir hádegi og búast má við skafrenningi

Búast má við skafrenningi í dag.
Búast má við skafrenningi í dag. mbl.is/RAX

Útlit er fyrir að það dragi ekki úr snjókomunni fyrr en á hádegi í dag. Eftir það verður úrkomulítið en svo mun hvessa og má þá búast við talsverðum skafrenningi sem gæti valdið vandræðum, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Gular veðurviðvaranir verða í gildi á suðvestur hluta landsins í dag og verða þangað til snemma í nótt.

Búist er við að vindur verði á bilinu 15 til 20 metrar á sekúndu en hvassast verður í efri byggðum og á Kjalarnesinu. Gæti vindur þar farið upp í 23 metra á sekúndu.

Hiti gæti þó bráðum farið að skríða yfir frostmark sem gerir það að verkum að snjórinn verður þyngri og saltið á götum gæti virkað betur. Ef snjórinn nær að blotna nóg gæti það dregið úr skafrenningnum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert