Vara við hættu af grýlukertum

Það væri ekki gott að fá þessi grýlukerti í hausinn.
Það væri ekki gott að fá þessi grýlukerti í hausinn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nokkuð er um að grýlukerti og snjóhengjur hafi myndast, sérstaklega í miðborginni, og varar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að hvort tveggja geti fallið fyrirvaralítið.

Í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í dag vegna þessa eru húseigendur og verslunarfólk jafnframt beðnir um að gera ráðstafanir, þ.e. að skoða ástand sinna húsa og fjarlægja grýlukerti ef þurfa þykir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert