Vegalokanir vegna veðurs

Unnið er að mokstri. Mynd úr safni.
Unnið er að mokstri. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Snjóþekja er á vegum á höfuðborgarsvæðinu en færð getur verið þung í morgunsárið, sér í lagi í efri byggðum. Unnið er að mokstri en töluvert hefur snjóað í gærkvöldi og nótt.

Vetrarfærð er á öllu landinu en á suðvesturhorninu er búið að loka veginum um Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði og Krýsuvíkurvegi. 

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að þessir vegir, auka vegar um Kjalarnes verði á óvissustigi næsta sólarhringinn og búast megi við því að þeir verði lokaðir vegna veðurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert