Viðvörun vegna storms og snjókomu

Viðvaranir taka gildi um miðjan daginn.
Viðvaranir taka gildi um miðjan daginn. Kort/Veðurstofa Íslands

Gular veðurviðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Miðhálendi klukkan 15.00 í dag en viðvaranir á Breiðafirði og Suðausturlandi taka gildi klukkan 19.00. Alls staðar er spáð suðaustan hvassviðri eða stormi með slyddu og snjókomu.

Líkur eru á talsverðum skafrenningi, einkum í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins segir á vef Veðurstofunnar.

Hiti verður um frostmark á suðvesthorni landsins en kaldara annars staðar; allt að átta stiga frost á norður- og austurhluta landsins.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert