Vegurinn um Hellisheiði lokaður en Þrengsli opin

Hellisheiðin er lokuð.
Hellisheiðin er lokuð. mbl.is/Óttar

Vegurinn um Hellisheiði hefur ekki enn verið opnaður vegna snjóa en stefnt er að opnun um hádegi, að því er fram kemur í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Hellisheiði hefur verið lokuð frá því í gærmorgun vegna óveðurs og snjóa.

Þeir sem þurfa að komast leiða sinna milli höfuðborgar og austan fyrir Hellisheiði geta þó farið veginn um Þrengsli en hann var opnaður snemma í morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert